Styrktarbarnið okkar


Chancelline er styrktarbarnið okkar hjá SOS Barnaþorpum. Við höfum fylgst með henni síðan hún var tveggja ára, Chancellie er fædd 7. mars árið 2012. Við höldum að sjálfsögðu upp á afmælið hennar þann dag. Sem styrktaraðili þá greiðum við með Chancelline ákveðna upphæð í hverjum mánuði. Okkur þætti vænt um að þið hjálpuðuð okkur í þessu verkefni og finna má bauk á gangi skólans sem hægt er að setja pening í. Þar má líka sjá myndir sem við höfum fengið af Chancelline í leik og starfi.