Styrktarbarnið okkar -21.1.2019


Þetta er hún Chancelline styrktarbarnið okkar hjá SOS Barnaþorpum. Við höfum fylgst með henni síðan hún var tveggja ára, Chancellie okkar verður 7 ára þann 7. mars og við höldum að sjálfsögðu upp á afmælið hennar þann dag. Sem styrktaraðili þá greiðum við með Chancelline ákveðna upphæð í hverjum mánuði. Nú leitum við til ykkar ágætu foreldrar. Við ætlum að hafa flöskusöfnun og gaman væri ef börnin gætu komið með nokkrar flöskur henni til styrktar. Við munum taka á móti flöskum á deildunum.