Áherslur í námi við Efstahjalla 

Starfið í leikskólanum Efstahjalla  er byggt á þremur megin stólpum.

Grunnurinn sem svo heldur stólpunum uppi er samskipti en málörvun er rauður þráður í gegnum allt starf leikskólans. 

Fjölmenning: unnið er út frá þeirri hugmynd að við erum öll fjölmenning, lögð er áhersla á heimamenningu og við bjóðum öll tungumál velkomin þó okkar hlutverk sé að vera fyrirmynd í íslensku.

Barnasáttmálinn: Leikskólinn stefnir á að vera Réttindaskóli Unicef. Lögð er sérstök áhersla á hugmyndafræði sáttmálans í öllu starfi skólans. 

Sköpun:  Sköpun í víðu samhengi er þriðji stólpi leikskólans. Þá er átt við sköpun í leik, myndlist, tónlist, dansi, leiklist og fleira í daglega starfinu.

Skólinn vinnur einnig eftir námsþáttum aðalnámskrá leikskóla og stefnu Kópavogsbæjar.