Leikskólinn Efstihjalli tók til starfa 15. október árið 1982 og var þá þriggja deilda leikskóli, árið 2002 var byggt við leikskólann sem er nú fimm deilda leikskóli. Í Efstahjalla geta dvalið 97 börn á aldrinum tveggja til fimm ára.
Deildir leikskólans eru Sjónarhóll, Kattholt, Ólátagarður, Hálsaskógur og Undraland.