Leikskólinn Efstihjalli tók til starfa 15. október árið 1982 og var þá þriggja deilda leikskóli og deildirnar hétu Álfadeild, Trönudeild og Búálfadeild. Árið 2002 var byggt við leikskólann og við bættust tvær deildir.

 Í dag heita deildir leikskólans Sjónarhóll, Kattholt, Ólátagarður, Hálsaskógur og Undraland.

Í Efstahjalla er rúm fyrir 97 börn á aldrinum tveggja til fimm ára börn.