Leikskólinn Efstihjalli er fimm deilda leikskóli í austurbæ Kópavogs og er staðsettur við Efstahjalla 20. Aðalaðkoma að skólanum er samt sem áður við Álfhólsveg á móts við Álfhólsskóla/Hjalla. Leikskólastjóri er Halla Ösp Hallsdóttir
Síminn í Efstahjalla er 4416100.
Um leikskólann
Leikskólinn Efstihjalli tók til starfa 15. október árið 1982 og var þá þriggja deilda leikskóli, tvær deildir bættust við í janúar árið 2002. Efstihjalli er í dag 5 deilda leikskóli fyrir nítíu og sjö tveggja til fimm ára börn. Leikskólinn er opinn frá kl. 7.30 til kl. 16.30.
Leikskólinn er í grónu hverfi í göngufæri við Fossvogsdal, Kópavogsdal og Digraneshæð. Leikurinn í allri sinni fjölbreytni er kjarninn í uppeldisstarfinu. Einnig er unnið í litlum hópum að hinum ýmsu verkefnum sem örva félagsfærni barnanna, styrkja sjálfsmynd þeirra og auka skynreynslu. Skipulögð hreyfing fer fram í aldursskiptum hópum einu sinni í viku.