Sími 441 6100

Um skólann

Velkomin á heimasíðuna okkar

 efstihjalli_sitelogo

Leikskólinn Efstihjalli er fimm deilda leikskóli í austurbæ Kópavogs.

Leikskólastjóri er Hafdís Hafsteinsdóttir

Um leikskólann
Leikskólinn Efstihjalli tók til starfa 15. október árið1982 og var þá þriggja deilda leikskóli, tvær deildir bættust við í janúar árið 2002. Efstihjalli er í dag 5 deilda leikskóli fyrir eitt hundrað og tíu tveggja til fimm ára börn. Leikskólinn er opinn frá kl. 7.30 til kl. 16.30.

Leikskólinn er í grónu hverfi í göngufæri við Fossvogsdal, Kópavogsdal og Digraneshæð. Leikurinn í allri sinni fjölbreytni er kjarninn í uppeldisstarfinu. Einnig er unnið í litlum hópum að hinum ýmsu verkefnum sem örva félagsfærni barnanna, styrkja sjálfsmynd þeirra og auka skynreynslu. Skipulögð hreyfing fer fram í aldursskiptum hópum einu sinni í viku.

Stefna leikskólans Efstahjalla
Stefnan er að byggja upp einstaklinga sem eru:
· glaðir og sjálfsöruggir
· hafa trú á eigin getu
· sýna hjálpsemi og ábyrgðarkennd
· bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðru fólki óháð trúar- og lífsviðhorfum, kynþætti, uppruna, menningu og atgervi
 
Kjarninn í uppeldisstarfinu er:
· leikurinn í allri sinni fjölbreytni
· örva félagsfærni barnanna og styrkja sjálfsmynd þeirra
· hreyfing
 
Í leikskólanum er unnið með ákveðið efni eða þema. Oft er eitt þema valið fyrir leikskólaárið og er það hluti af ársáætlun. Unnið er með þetta efni/þema á margbreytilegan hátt og börnin læra að nota öll skilningarvit og vinnuaðferðir við að nálgast viðfangsefnið. Það helgast oft af áhugasviði barnanna, hvaða þema er valið. Mismunandi er hversu þemaáætlun er fyrirfram skipulögð og oft þróast verkefnin eftir áhuga barnanna og ýmsu því sem kemur upp. Á hverju ári er unnið með ákveðið grunnþema.
Yngri börnin vinna með: “Ég sjálfur/sjálf og fjölskyldan”.
Eldri börnin vinna með: “ Ég sjálfur/sjálf, fjölskyldan og samfélagið”.
 
Dagskipulag
Dagskipulag leikskólans og ákveðnar tímasetningar gefa starfinu ákveðna festu og veita hverju barni öryggi. Leikskólinn er opinn frá kl. 7.30 til kl. 16.30.

07.30 - 08.45 Leikskólinn er opnaður, leikur
08.00 - 08.45 Morgunverður
08.45 - 12.00 Leikur, hópavinna, samverustund, útivera,leikfimi
11.15 - 11.45 Hádegisverður fyrir yngstu börnin
12.00 - 12.30 Hádegisverður á eldri deildum
12.30 - 13.00 Hvíld, róleg stund
13.00 - 15.00 Leikur, útivera, samverustund, leikfimi
15.00 - 15.30 Síðdegishressing
15.30 - 16.30 Leikur, samverustund, útivera
16.30 Leikskólanum er lokað

Welcome to Efstihjalli  

Witamy w przedszkolu Efstihjalli    


Engin grein fannst.Þetta vefsvæði byggir á Eplica