Leikskólinn Efstihjalli er fimm deilda leikskóli í austurbæ Kópavogs og er staðsettur við Efstahjalla 20. Aðalaðkoma að skólanum er samt sem áður við Álfhólsveg á móts við Álfhólsskóla/Hjalla. Leikskólastjóri er Lena Sólborg Valgarðsdóttir. 

Síminn í Efstahjalla er 4416100.

 

Um leikskólann

Leikskólinn Efstihjalli tók til starfa 15. október árið 1982 og var þá þriggja deilda leikskóli, tvær deildir bættust við í janúar árið 2002. Efstihjalli er í dag 5 deilda leikskóli fyrir nítíu og sjö tveggja til fimm ára börn. Leikskólinn er opinn frá kl. 7.30 til kl. 16.30. Leikskólinn er í grónu hverfi í göngufæri við Fossvogsdal, Kópavogsdal og Digraneshæð.

Í skólanum er stuðst við þrjá stólpa í öllu starfi, fjölmenningu, Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og sköpun í allri sinni mynd. Samskipti eru grunnurinn sem halda stólpunum uppi. Málörvun og málrækt er svo rauði þráðurinn í gegnum allt starfið.  Efstihjalli er ríkur af fjölbreyttum tungumálum og menningarlegum bakgrunni og er það jafnframt einn af styrkleikum skólans. 

 

 

https://vimeo.com/343263361