Foreldrafélag 

Foreldrafélag er starfandi við leikskólann. Verkefni foreldrafélaga eru margvísleg og geta félögin stutt mjög vel við starfið í leikskólunum og því er það hagur hvers leikskóla að hafa öflugt og virkt foreldrafélag. Báðir foreldrar eru hvattir til að taka virkan þátt í starfi foreldrafélagsins.

Stjórn foreldrafélagsins er mynduð af tveimur foreldrum af hverri deild, ásamt einum fulltrúa úr starfsmannahópnum.

Foreldrar greiða ákveðna upphæð í sjóð, sem notaður er til að auka á fjölbreyttni t.d. með ferðum og leiksýningum. Upphæð er ákveðin af foreldrafélagi og innheimt með gíróseðli tvisvar á ári. Stjórn félagsins fundar 4 – 6 sinnum á ári.

Starfsreglur - Regulation

Lög foreldrafélags leikskólans Efstahjalla.

1. gr. Félagið heitir Foreldrafélag leikskólans Efstahjalla.

2. gr. Allir foreldrar/forráðamenn barna í leikskólanum eru í félaginu.

3. gr. Markmið félagsins er að:

  • auka þátttöku foreldra/forráðamanna í starfi leikskólans
  • tryggja velferð barnanna sem best
  • styrkja tengsl foreldra/forráðamanna við starfsfólk leikskólans og styðja við það uppeldisstarf, sem fer fram í leikskólanum
  • standa fyrir uppákomum barna og foreldra/forráðamanna þeirra

4. gr. Aðalfundur foreldrafélagsins skal haldinn á hverju hausti og á honum skal kjósa/óska eftir nýjum aðilum í stjórn. Stjórn foreldrafélagsins skipa tveir fulltrúar frá hverri deild leikskólans og skiptir hún með sér verkum. Einn fulltrúi starfsmanna situr stjórnarfundi.

5. gr. Árgjald félagsins er greitt í tveimur hlutum og er innheimt einu sinni á hvorri önn með gíróseðli.  Aðalfundur ákveður ágjald hverju sinni. Á aðalfundi eru ársreikningar lagðir fram.

6. gr. Lögum þessum er aðeins hægt að breyta á aðalfundi og skal einfaldur meirihluti ráða úrslitum.