Stefnumótun í leikskólastarfi

Á vefsíðu vefsíðu Kópavogsbæjar er hægt að nálgast allar nýjustu upplýsingar um leikskóla bæjarins. Þar er meðal annars að finna:

  • Jafnréttisstefna
  • Eineltisstefna
  • Umhverfisstefna
  • Stefna í sérkennslu
  • Fjölmenningarstefna 
  • Leikskólastefna 


Stefna leikskólans Efstahjalla

Stefnan er að byggja upp einstaklinga sem eru:

  • glaðir og sjálfsöruggir
  • hafa trú á eigin getu
  • sýna hjálpsemi og ábyrgðarkennd
  • bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðru fólki óháð trúar- og lífsviðhorfum, kynþætti, uppruna, menningu og atgervi

Kjarninn í uppeldisstarfinu er:

  • leikurinn í allri sinni fjölbreytni
  • örva félagsfærni barnanna og styrkja sjálfsmynd þeirra
  • hreyfing

Í leikskólanum er unnið með ákveðið efni eða þema. Oft er eitt þema valið fyrir leikskólaárið og er það hluti af ársáætlun. Unnið er með þetta efni/þema á margbreytilegan hátt og börnin læra að nota öll skilningarvit og vinnuaðferðir við að nálgast viðfangsefnið. Það helgast oft af áhugasviði barnanna, hvaða þema er valið. Mismunandi er hversu þemaáætlun er fyrirfram skipulögð og oft þróast verkefnin eftir áhuga barnanna og ýmsu því sem kemur upp. Á hverju ári er unnið með ákveðið grunnþema.

Yngri börnin vinna með: “Ég sjálfur/sjálf og fjölskyldan”.

Eldri börnin vinna með: “ Ég sjálfur/sjálf, fjölskyldan og samfélagið”.