Sumarhátíð Efstahjalla fimmtudaginn 15. júní!!

Það verður ævintýraþema hjá okkur í Efstahjalla á fimmtudaginn. Við fáum hesta í heimsókn, grillum úti og höfum gaman. Elstu börnin okkar verða útskrifuð kl. 15 og Lína Langsokkur mætir svo 15.30. Foreldrar eru boðnir velkomnir kl. 15 til að skemmta sér með börnunum og horfa á Línu Langsokk og foreldrar elstu barnanna á útskriftina.