Á ekki að kíkja við ?

Okkur finnst gaman að fá gesti og segja frá og sýna það sem við höfum verið að vinna og sinna að undanförnu í skólanum okkar. Það er gaman að segja frá því að þennan sama dag og Opna húsið er á dagskrá mun hópur pólskra kennara kíkja við (fyrr um daginn). Það verður hún Dominika okkar á Undralandi sem mun lóðsa hópinn um skólann en þau eru hingað komin í tengslum við Erasmus-verkefni.
Myndin sem fylgir fréttinni frá Ólátagarði