Efstahjalla lokað tímabundið

Húsnæði leikskólans Efstahjalla hefur verið lokað vegna myglu og rakaskemmda sem komið hafa í ljós í skólanum.
Foreldrar og forráðamenn barna í leikskólanum hafa verið upplýst og fundað með starfsfólki um málið.
Leka varð vart í tengibyggingu milli yngri og eldri hluta Efstahjalla í sumar. Mygluskemmdir í tengibyggingunni voru staðfestar í september og foreldrar og forráðamenn upplýst um þær í kjölfarið.
Niðurstöður úr sýnatöku staðfesta að myglu má finna á fleiri stöðum í skólanum. Því er gripið til þeirra varúðarráðstafana að loka leikskólanum.
Næstu vikur verða notaðar til að kanna nánar ástand hússins og ákveða næstu skref.
 
Starfssemi leikskólans hefur verið flutt í Digranes, Austurkór og Guðmundarlund.
Símanúmer deilda
Nú eru allar deildir komnar með eftirfarandi símanúmer:
Digranes / Undraland 6214184
Austurkór / Hálsaskógur 6214185 / Ólátagarður 6214186
Guðmundarlundur / Kattholt 6214187 / Sjónarhóll 6214188

 Leikskólastjóri óskar eftir að fá tölvupóst margretl@kopavogur.is og þar getið þið líka óskað eftir að hringt sé í ykkur.
Netfang Efstahjalla er efstihjalli@kopavogur.is