Sími 441 6100

Ólátagarður

Fyrirsagnalisti

Bassi

Kæru foreldrar nú er hann Bassi kominn aftur á stjá og farinn að heimsækja börnin í Ólátagarði.

Bassi kemur í Ólátagarð alla þriðjudaga kl:9:00 og hittir öll börn sem eru fædd 2013

 

Bassi tilheyrir kennsluefni sem eflir tilfinningalegan, vitrænan og málfarslegan þroska barnanna gegnum leik og söng. Kennsluefninu fylgja fjórar handbrúður sem hjálpa börnunum að læra að hugsa, tjá skoðanir sínar og tilfinningar.

                                                             

 Kæru foreldrar þessa daga er mikilvægt að börnin séu mætt kl. 9:00 í leikskólann til að þau missi ekki af Bassastund.

 

Leitið upplýsinga hjá starfsfólki á deildum eða Bryndísi og Konný.


Ólátagarður

Í júnímánuði verður leikjatilboð í garðinum okkar tvisvar í viku og börn og starfsfólk eru ánægð með þetta fyrirkomulag. Nú eru börn og starfsfólk farin að tínast í sumarfrí.