Sími 441 6100

Haust

Droparnir
:,:"Smell-smell"-"smell-smell"
-segja droparnir við pollinn:,:
Og þeir stinga sér á kaf
og breyta pollinum í haf.
(skella í góminn á "smellinu"!)

Kónguló
Kónguló, kónguló,
bentu mér á berjamó.
Fyrir bláa berjaþúfu
skal ég gefa þér gull í skó,
húfu græna, skarlatsskikkju,
skúf úr silki´ og dillidó.
Björn Franzson.

Labba út í mónum
Labba´út í mónum, labba´út í mónum,
tína ber, tína ber,
verða kalt á klónum, verða kalt á klónum,
hlaupa, hlaupa heim, hlaupa, hlaupa heim.

Klifra í klettunum, klifra í klettunum,
litast um, litast um,
verða kalt á tánum, verða kalt á tánum,
hlaupa, hlaupa heim, hlaupa, hlaupa heim.

Róa til fiskjar, róa til fiskjar,
renna´og draga þorsk, renna´og draga þorsk,
háar eru bárurnar, háar eru bárurnar,
best að halda heim, best að halda heim.

Litli Siggi
(lag: Allir krakkar)

Litli Siggi og litla Sigga
löbbuðu út í mó.
Bæði ber að tína
í berja fötu sína.
Það var gaman, það var gaman.
Hopp og hæ og hó!

Litli Siggi, litli Siggi
litla þúfu fann.
Blessuð berin ljúfu
byrgðu alla þúfu.
Eitt af öðru, eitt af öðru
upp í munninn rann.

Litla Sigga, litla Sigga
lítinn bolla sá.
En sá litaljóminn,
litlu fögru blómin.
Þau ég tíni, þau ég tíni,
þau skal mamma fá.

Heim þau gengu, heim þau gengu,
heldur kát og rjóð.
Buðu ber að smakka,
börnunum allir þakka.
Allir segja, allir segja:
“Ögn eru berin góð”

Litlu börnin leika sér
Litlu börnin leika sér, liggja mónum í,
þau liggja þar í skorningum og hlæja, hí, hí, hí,
þau úða berjum upp í sig og alltaf tína meir,
þau elska berin bláu og brauðið með.

Í berjamó er gaman, börnin leika saman,
börnin tína' í bolla og brosa við.
Sólin litar hólinn, heiðbláan kjólinn,
um jörðu hrærast því ljúft er geð.

Með vindinum þjóta…
Með vindinum þjóta skúraský
:,:drýpur drop, drop, drop:,:
og droparnir hníga og detta´ á ný
:,:drýpur drop, drop, drop:,:

Og smáblómin vakna´ eftir vetrarblund
:,:drýpur drop, drop, drop:,:
þau augu sín opna er grænkar grund
:,:drýpur drop, drop, drop:,:

Nú blánar yfir berjamó
Nú blánar yfir berjamó,
og börnin smá í mosató
og lautum leika sér.
Þau koma, koma kát og létt,
á kvikum fótum taka sprett
að tína, tína ber.

En heima situr amma ein,
að arni hvílir lúin bein,
og leikur bros á brá,
er koma þau með körfur inn
og kyssa ömmu á vangann sinn
og hlæja berjablá.
Guðmundur Guðmundsson

Sumri hallar
Sumri hallar hausta fer,
heyri snjallir ýtar:
Hafa fjallahnjúkarnir,
húfur mjallahvítar.

Ég get verið þíðan þín
þegar allt er frosið,
því sólin hún er systir mín
sagði litla brosið.

Um haust
Það kólnar í lofti, því komið er haust,
í kuldablæ heyra má vetrarins raust.
Og snjókornin fisléttu falla á svörð,
og fannblæju leggur á sölnaða jörð.
Þá syngjum við hugglöð um sumarið ljóð
og sitjum í skóla, svo þæg og svo góð.
Og vöxum að þroska og visku á því,
uns vorbirtan kemur og frelsið á ný.

Út um mó, inn í skóg
Út um mó, inn í skóg,
upp í hlíð í grænni tó.
Þar sem litlu berin lyngi vaxa á,
tína, tína, tína má.

Tína þá berjablá
börn í lautu til og frá.
Þar sem litlu berin lyngi vaxa á,
tína, tína, tína má.

Vatnsvísan
Dripp, dropp, dripp, dropp, dripp dropp, dripp, dropp.
Hvað er það sem rignir svo regnhlífarnar á?
Hvað rennur svo bólstrunum svörtu frá?
Það er vatnið, vatnið, ekkert nema vatnið.
Dripp, dropp …
Hvað er í þeim skýjum sem skreyta loftin blá?
Og skipin og bátarnir sigla á?
Það er vatnið …
Dripp, dropp …
Hvað er það sem alls staðar liggur kringum lönd
og leikandi gljáfrar við sjávarströnd?
Það er vatnið …
Dripp, dropp …
Hvað er það sem börnin sig baða stundum í
en breytist í ís þegar frost nær því?
Það er vatnið…

Nú er úti norðanvindur
Nú er úti norðanvindur,
nú er hvítur Esjutindur.
Ef ég ætti úti kindur,
mundi' ég láta' þær allar inn,
elsku besti vinur minn.

:,: Úmbarassa, úmbarassa,
úmbarassasa:,:

Upp er runninn öskudagur,
ákaflega skýr og fagur.
Einn með poka ekki ragur
úti vappar heims um ból.
Góðan daginn, gleðileg jól.

:,: Úmbarassa, úmbarassa
úmbarassasa:,:

Þarna sé ég fé á beit,
ei er því að leyna.
Nú er ég kominn upp í sveit
á rútunni hans Steina.
Skilurðu hvað ég meina?
:,: Úmbarassa, úmbarassa,
úmbarassasa:,:

Elsku besti stálargrér,
heyrirðu hvað ég segi þér:
"Þú hefur étið úldið smér
og dálítið af snæri
elsku vinurinn kæri".
:,: Úmbarassa, úmbarassa,
úmbarassasa:,:


Þetta vefsvæði byggir á Eplica