Sími 441 6100

Fréttir

Grænfáni - Samgöngur

22.6.2016

Í tilefni af umhverfisdeginum í apríl höfðum við í Efstahjalla samgönguviku þar sem börn og starfsfólk skráðu hvernig komið er í leikskólann. Verkefnið var unnið í tengslum við grænfánann. Foreldrar hjálpuðu börnunum að merkja inn á samgöngublað sem hengt var upp á deildartöflur  Niðurstöður voru birtar á hverri deild á umhverfisdaginn. Í ljós kom að engin aðstaða er fyrir geymslu á hjólum fyrir þá sem kjósa þann fararmáta það mál er í skoðun. Til gamans birtum við heildarniðurstöður hér.