Sími 441 6100

Fréttir

Læsi - 17.9.2018

Frá 3/9 höfum við verið með áhersluna á læsi með lestri bóka. Tveir elstu árgangarnir fóru í ferðir á bókasafnið og fengu kynningu á bókasafninu og því hvernig best er að meðhöndla bækur.

Bókasafn Kópavogs er skemmtilegt að heimsækja og er góð aðstaða fyrir börn á fyrstu hæðinni. Við hvetjum alla foreldra að heimsækja bókasafnið með börnum sínum https://bokasafn.kopavogur.is/

Börn yngri en 18 ára fá skírteini endurgjaldslaust. Börn yngri en 12 ára þurfa skriflega ábyrgð foreldris eða forráðamanns. Ábyrgðareyðublöð má nálgast í afgreiðslu bókasafnsins. Eingöngu er hægt að fá barnaefni lánað út á barnaskírteini.
Skipulagsdagur - 10.9.2018

Minnum á að leikskólinn er lokaður/closed næstkomandi föstudag 14. september vegna skipulagsdags.


Eftirfarandi breyting er á matseðlinum þessa viku.

Miðvikudagurinn dettur út, fimmtudagur verður að miðvikudegi og föstudagur að fimmtudegi.

 

Lestur fyrir börn - 31.8.2018

Bókaormur

Næstu tvær vikur (3/9 - 14/9)  verða læsisvikur hér í Efstahjalla því er bókaormurinn lagður af stað í leikskólanum. Á öllum deildum er kominn upp bókaormur sem við vonum að verði mjög langur. Eins og áður leggjum við áherslu á lestur bóka fyrir börn. Foreldrar eru hvattir til að taka þátt í að lengja orminn með því að lesa fyrir börnin heima. Í leikskólanum eru miðar sem foreldra skrifa á nafn bókarinnar sem lesin var ásamt nafni barnsins. Miðinn er festur aftan í orminn sem lengist alltaf.

Skipulagsdagar skólaárið 2018 - 2019 - 14.6.2018

Föstudagurinn 14. september

Mánudagur 19. nóvember

Miðvikudagur 2. janúar 

Þriðjudagur 19. mars

Föstudagur 17. maí

Á skipulagsdögum er leikskólinn lokaður. Þessa daga notar starfsfólkið meðal annars fyrir starfsmannafundi, skipuleggja og endurmeta starfið, sækja námskeið eða fá fræðsluerindi. Skóladagatal fyrir skólaárið 2018 – 2019 er komið á heimasíðuna þar er hægt að fylgjast með því sem er að gerast næsta skólaár og tilvalið að prenta það út og hengja á ísskápinn.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica