Sími 441 6100

Kattholt

Fyrirsagnalisti

Hópavinna

Börnin fara tvisvar í viku í hópavinnu. Verkefnini eru sniðin að aldri þeirra. Ákveðið grunnþema rúllar á hverju ári:
Yngri börnin: Ég sjálf/ur og fjölskyldan
Eldri börin: Ég sjálf/ur, fjölskyldan og samfélagið.
Svæðin sem hóparnir skiptast á að nota eru:
Tónlistarstund
Skapandi starf
Útinám


Útinám

 Markmið.

Að börnin fái tækifæri að vera úti í náttúrunni og læri að bera virðingu fyrir henni.

Að þau lærir vel á nærumhverfi sitt.

Að þau efli úthald og þol.

Að þau fari eftir reglum og fyrirmælum.

Að allir fái  að vera forustusauður og segja frá ferðinni í mynd og orðum.


Tónlistarstund.

 Markmið.

Að börnin fái tækifæri og næði til að njóta tónlistar og hreyfingar í skipulögðu starfi og sjálfsprottnum leik.

Að syngja og læra lög, romsur og þulur.

Að kynnast hljóðfærum leikskólans og öðrum hljóðgjöfum.

Að koma fram fyrir hópinn og syngja og spila.

Að staldra við og hlusta.


Skapandistarf.

 Markmið:

Að örva sköpunargleðina, sköpunarhæfni, hugmyndarflug og skapandi tjáningu hjá börnunum.

Að örva sköpunarferlið.

Útkoman er ekki aðalatriðið heldur ferlið.

Að kenna börnunum að nota ólíkar aðferðið til þess að vera skapandi.

Hafa gleðina í öllu.
Bassi

Kæru foreldrar nú er hann Bassi kominn aftur á stjá og farinn að heimsækja börnin í Kattholti.


Bassi kemur í Kattholt alla mánudaga kl:9:00 og hittir öll börn sem eru fædd 2013.


Bassi tilheyrir kennsluefni sem eflir tilfinningalegan, vitrænan og málfarslegan þroska barnanna gegnum leik og söng. Kennsluefninu fylgja fjórar handbrúður sem hjálpa börnunum að læra að hugsa, tjá skoðanir sínar og tilfinningar.

                                                             

Kæru foreldrar þessa daga er mikilvægt að börnin séu mætt kl. 9:00 í leikskólann til að þau missi ekki af Bassastund.

 

Leitið upplýsinga hjá starfsfólki á deildum eða Bryndísi og Konný.